Seljendur hafa fengið minna fyrir eignir sínar en þeir væntu.
Seljendur hafa fengið minna fyrir eignir sínar en þeir væntu. — Morgunblaðið/Ómar
Ásett verð auglýstra íbúða hefur verið allt að 22% hærra en verð seldra íbúða af sömu stærð. Eldri íbúðir seljast meira en tvöfalt hraðar en þær sem nýrri eru. Þetta kemur fram í tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem unnar eru úr fasteignaauglýsingum og kaupskrá fasteigna

Ásett verð auglýstra íbúða hefur verið allt að 22% hærra en verð seldra íbúða af sömu stærð. Eldri íbúðir seljast meira en tvöfalt hraðar en þær sem nýrri eru.

Þetta kemur fram í tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem unnar eru úr fasteignaauglýsingum og kaupskrá fasteigna.

Um þriðjungur nýrra íbúða sem auglýstar voru á fyrstu átta mánuðum ársins hefur verið seldur á sama tíma og söluhlutfallið er 71% af eldri íbúðum.

Fram kemur að á tímabilinu janúar til ágúst hafi 6.504 íbúðir verið auglýstar, þar af 1.967 nýjar og 4.537 eldri.

Flestar auglýstar íbúðir eru stærri íbúðir með fleiri en tvö herbergi. Slíkar íbúðir eru 76% allra þeirra sem hafa selst og 81% allra þeirra sem ekki hafa selst.

Mestur er munur á fermetraverði seldra og auglýstra þriggja herbergja íbúða, þar sem söluverð er að meðaltali tæplega 17% lægra en ásett verð. Fermetraverð er eingöngu yfir ásettu verði að meðaltali í tilfelli stúdíóíbúða, eða um sem nemur tæpum tveimur prósentum.

Munur á verði nýrra og eldri íbúða er mestur í tilfelli þriggja herbergja íbúða. Þannig hefur ásett verð nýrra þriggja herbergja íbúða verið að meðaltali 8,4% hærra en eldri íbúða af sömu stærð. Enn meiru munar á söluverði slíkra íbúða, eða 18%.

HMS segir verðmun nýrra og eldri íbúða hafa leitt til þess að kaupendur á fasteignamarkaði sækist meira í eldri íbúðir, en ámóta margar nýjar og eldri íbúðir eru óseldar, þrátt fyrir að nýjar íbúðir á sölu á fyrstu átta mánuðum ársins hafi verið helmingi færri.