Draumur Nýja brúin gæti litið svona út – takist að fjármagna hana.
Draumur Nýja brúin gæti litið svona út – takist að fjármagna hana. — Teikining/Vegagerðin
„Því miður hefur þetta ekki gengið eins greiðlega og ég hefði viljað sjá. Það er að ljúka umræðu og umfjöllun um með hvaða hætti fjármögnunin verði tryggð,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra spurð um stöðu…

Guðmundur Hilmarsson

gummih@mbl.is

„Því miður hefur þetta ekki gengið eins greiðlega og ég hefði viljað sjá. Það er að ljúka umræðu og umfjöllun um með hvaða hætti fjármögnunin verði tryggð,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra spurð um stöðu Ölfusárbrúarverkefnisins, en svo virðist sem pattstaða sé komin upp við smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá og miklar tafir blasa við á framkvæmdum vegna skilyrða um að brúin eigi að vera fjármögnuð með veggjöldum.

„Ég tel að ráðuneytin séu með ákveðnar hugmyndir í pípunum og fjármálaráðuneytið hefur verið að benda á ákveðnar leiðir sem ég vonast til að við getum rætt með fjárlaganefnd og samgöngunefnd og farið yfir stöðuna. Þetta er ein mikilvægasta samgönguframkvæmd sem við horfumst í augu við,“ segir Svandís enn fremur.