Flugfélagið Mýflug hefur sagt upp öllum 13 flugmönnum flugfélagsins. Vonast er til þess að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða.
Félagið hefur fá verkefni en gerði tilboð í flug til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Ekkert bólar þó á svörum frá Vegagerðinni. Þetta segir Leifur Hallgrímsson framkvæmdastjóri Mýflugs. „Við erum með allt of marga flugmenn miðað við verkefni. Við erum að vonast til þess að geta endurráðið sem flesta, og helst alla, áður en uppsagnarfresturinn rennur út,“ segir Leifur.
Mýflug hefur einungis einn fluglegg á sínum snærum en hann er á milli Hafnar í Hornafirði og Reykjavíkur. vidar@mbl.is