Um 850.000 tann- og skíðishvalir eru í Norður-Atlantshafi, þar af um 43 þúsund hrefnur og 43 þúsund langreyðar.
Þessir stofnar stækka gríðarlega, enda flestir friðaðir, og éta þeir 13-15 milljón tonn á ári, aðallega uppsjávartegundir eins og t.d. loðnu, síld, makríl o.fl. Það er eflaust skýring á t.d. loðnubresti og láta þeir jafnframt frá sér 13-15 milljón tonn af þvagi og saur.
Um 45.000 laxar eru veiddir á ári og um 23.000 þeirra sleppt helsærðum og þykir það mikið „sport“. Hvað myndi fólk segja ef veiddar yrðu 300 langreyðar og helmingi sleppt helsærðum líkt og með laxana?
Að veiða 150-200 langreyðar hefur því augljóslega engin áhrif á stofninn.
Eftir 20-30 ár verður fjöldi hvala kannski kominn í eina milljón og þarf sá fjöldi kannski að éta 20 milljón tonn á ári, þ.e. þeir myndu ryksuga lífríkið.
Þarf ekki að hugleiða þetta?
Ragna Garðarsdóttir.