Heilsugæsla Gervigreind gæti gjörbreytt starfsumhverfi lækna.
Heilsugæsla Gervigreind gæti gjörbreytt starfsumhverfi lækna. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Starfsfólk á heilsugæslu miðbæjarins hefur fengið nýjan aðstoðarmann til sín sem skrifar svör við fyrirspurnum sjúklinga í Heilsuveru. Þessi „starfsmaður í þjálfun“ er reyndar enginn maður, heldur gervigreindarlíkan

Starfsfólk á heilsugæslu miðbæjarins hefur fengið nýjan aðstoðarmann til sín sem skrifar svör við fyrirspurnum sjúklinga í Heilsuveru. Þessi „starfsmaður í þjálfun“ er reyndar enginn maður, heldur gervigreindarlíkan.

Fyrirtækið Careflux vinnur að tveimur gervigreindarverkefnum sem gætu gjörbreytt starfsumhverfi heimilislækna og sparað þeim skriffinnskuna til muna. Annars vegar er um að ræða mállíkan sem skrifar tillögur að svörum við fyrirspurnum sjúklinga á vef Heilsuveru og hins vegar hugbúnað sem leggur mat á alvarleika öndunarfæraeinkenna.

Sem fyrr segir er tæknin þegar í notkun á heilsugæslu miðbæjarins en til stendur að nota hana á enn fleiri heilsugæslustöðvum. » 2