Norður ♠ D98 ♥ G8 ♦ KD73 ♣ KD54 Vestur ♠ 74 ♥ ÁK109632 ♦ G1064 ♣ – Austur ♠ 65 ♥ D74 ♦ 9852 ♣ 9763 Suður ♠ ÁKG1032 ♥ 5 ♦ Á ♣ ÁG1082 Suður spilar 6♠

Norður

♠ D98

♥ G8

♦ KD73

♣ KD54

Vestur

♠ 74

♥ ÁK109632

♦ G1064

♣ –

Austur

♠ 65

♥ D74

♦ 9852

♣ 9763

Suður

♠ ÁKG1032

♥ 5

♦ Á

♣ ÁG1082

Suður spilar 6♠.

Rhoda Walsh er bandarísk kona, fædd 1933, lögfræðingur að mennt, en spilari og bridskennari af ástríðu. Hún heldur úti vefsíðu þar sem hún rifjar upp skemmtilegar sögur og spil úr bandarísku bridslífi.

Hér var Rhoda í austur á Ólympíumóti kvenna í Deauville í Frakklandi árið 1968. Makker hennar var Hermine Baron (1912-92). Sagnir gengu hratt upp í slemmu: Suður opnaði á 1♠, Hermine kom inn á 4♥, norður sagði 4♠ og suður stökk í 6♠.

Hermine þóttist vita að vörnin ætti í mesta lagi einn slag á hjarta og spilaði út hjartatvisti í stunguleit! Sagnhafi stakk upp gosa í borði (vestur gat átt drottninguna líka!) og Rhoda komst inn til að spila laufi. Einn niður.

„Spilið fór í mótsblaðið og við urðum heimsfrægar í einn dag,“ skrifar Rhoda.