— Ljósmynd/Facebook
Lítið og dularfullt hvítt dýr sem hefur sést af og til á vesturströnd Bandaríkjanna fyrr í mánuðinum hefur nú verið greint sem heimskautarefur og er komið í öruggt skjól. Fuglabandalag Oregon tók á móti heimskautarefnum í dýravistmiðstöð sinni en…

Lítið og dularfullt hvítt dýr sem hefur sést af og til á vesturströnd Bandaríkjanna fyrr í mánuðinum hefur nú verið greint sem heimskautarefur og er komið í öruggt skjól. Fuglabandalag Oregon tók á móti heimskautarefnum í dýravistmiðstöð sinni en starfsmenn vita enn ekki hvernig tófan, sem venjulega lifir á norrænum slóðum eins og á Íslandi, Grænlandi, Alaska og í norðurhluta Rússlands, endaði í Oregon. „Við teljum að refurinn hafi annaðhvort sloppið úr haldi eða verið yfirgefinn af einhverjum sem héldu honum ólöglega.“

Nánar um málið á K100.is.