Besta deildin
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Víkingur úr Reykjavík og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Víkingsvelli í Fossvogi sunnudaginn 27. október.
Víkingar unnu afar dramatískan sigur, 4:3, gegn ÍA í 26. umferð deildarinnar á Akranesi á laugardaginn á meðan Breiðablik vann nauman sigur gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli, 2:1. Víkingar eru með pálmann í höndunum fyrir úrslitaleikinn, þeim dugar jafntefli, enda með mun betri markatölu en Breiðablik, og Blikar verða því að sækja til sigurs ætli þeir sér Íslandsmeistaratitilinn.
Skagamenn eiga ekki lengur möguleika á Evrópusæti en Valur og Stjarnan berjast um þriðja og síðasta Evrópusætið. Þar standa Valsmenn betur að vígi og þeim dugar jafntefli í lokaleiknum gegn ÍA á Hlíðarenda þar sem þeir eru með mun betri markatölu en Stjarnan. Stjarnan mætir FH, sem hefur að engu að keppa, í lokaumferðinni í Kaplakrika.
Sigurmark í uppbótartíma
Þorsteinn Aron Antonsson skoraði afar mikilvægt sigurmark HK þegar liðið tók á móti Fram í neðri hlutanum í Kórnum í Kópavogi.
Leiknum lauk með 2:1-sigri HK en Þorsteinn Aron skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu uppbótartíma. Með sigrinum jafnaði HK Vestra að stigum, en Vestri tapaði 2:1 fyrir KA á Akureyri. Bæði lið eru með 25 stig en Vestri er þó með mun betri markatölu en HK.
Í lokaumferðinni tekur KR á móti HK, á meðan Vestri fær Fylki í heimsókn. HK-ingar þurfa að gera jafntefli eða vinna og treysta á að Vestri tapi gegn Fylki til þess að halda sæti sínu í deildinni. Vestramenn geta hins vegar gulltryggt sæti sitt í deildinni með sigri gegn Fylki en ef bæði HK og Vestri gera jafntefli er HK fallið. Þá eiga KR-ingar ennþá von um að enda í 7. sæti deildarinnar eftir mikið bras framan af, en KA, sem er með 34 stig í 7. sætinu í dag, heimsækir Fram í lokaumferðinni.
ÍA – Víkingur R. 3:4
1:0 Johannes Björn Vall 43.
2:0 Hinrik Harðarson 45.
2:1 Erlingur Agnarsson 47.
2:2 Nikolaj Hansen 75.
3:2 Viktor Jónsson 86.
3:3 Erlingur Agnarsson 87,
3:4 Danijel Dejan Djuric 90.
m m m
Erlingur Agnarsson (Víkingi)
m
Árni Marinó Einarsson (ÍA)
Johannes Björn Vall (ÍA)
Hinrik Harðarson (ÍA)
Davíð Örn Atlason (Víkingi)
Aron Elís Þrándarson (Víkingi)
Viktor Örlygur Andrason (Víkingi)
Danijel Dejan Djuric (Víkingi)
Dómari: Elías Ingi Árnason – 1.
Áhorfendur: 524.
Breiðablik – Stjarnan 2:1
1:0 Viktor Örn Margeirsson 64.
1:1 Heiðar Ægisson 76.
2:1 Höskuldur Gunnlaugsson 87.
m
Anton Ari Einarsson (Breiðabliki)
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki)
Viktor Örn Margeirsson (Breiðabliki)
Kristinn Jónsson (Breiðabliki)
Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðabliki)
Heiðar Ægisson (Stjörnunni)
Hilmar Árni Halldórsson (Stjörnunni)
Óli Valur Ómarsson (Stjörnunni)
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 9.
Áhorfendur: 1.234.
FH – Valur 1:1
0:1 Bjarki Mark Duffield 45.
1:1 Sjálfsmark 90.
m
Kjartan Kári Halldórsson (FH)
Ísak Óli Ólafsson (FH)
Ólafur Guðmundsson (FH)
Arnór Borg Guðjohnsen (FH)
Sindri Kristinn Ólafsson (FH)
Jakob Franz Pálsson (Val)
Bjarni Mark Duffield (Val)
Albin Skoglund (Val)
Gylfi Þór Sigurðsson (Val)
Patrick Pedersen (Val)
Ögmundur Kristinsson (Val)
Orri Sigurður Ómarsson (Val)
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson – 8.
Áhorfendur: 257.
KA – Vestri 2:1
1:0 Elfar Árni Aðalsteinsson 1.
2:0 Elfar Árni Aðalsteinsson 23.
2:1 Pétur Bjarnason 90.
m m
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
m
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Dagur Ingi Valsson (KA)
Hans Viktor Guðmundsson (KA)
Kári Gautason (KA)
Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Benedikt Waren (Vestra)
Rautt spjald: Gunnar Jónas Hauksson (Vestra) 90.
Dómari: Pétur Guðmundsson – 8.
Áhorfendur: 462.
HK – Fram 2:1
0:1 Alex Freyr Elísson 20.
1:1 Birnir Breki Burknason 22.
2:1 Þorsteinn Aron Antonsson 90.
m m
Þorsteinn Aron Antonsson (HK)
m
Leifur Andri Leifsson (HK)
Christoffer Petersen (HK)
Ívar Örn Jónsson (HK)
Ólafur Íshólm Ólafsson (Fram)
Þorri Stefán Þorbjörnsson (Fram)
Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
Kennie Chopart (Fram)
Dómari: Vilhjálmur A. Þórarinsson – 7.
Áhorfendur: 674.
Fylkir – KR 0:1
0:1 Aron Sigurðarson 4.
m
Ólafur Kristófer Helgason (Fylki)
Theodór Ingi Óskarsson (Fylki)
Aron Sigurðarson (KR)
Benóný Breki Andrésson (KR)
Rautt spjald: Nikulás Val Gunnarsson (Fylki) 28.
Dómari: Þórður Þ. Þórðarson – 8.
Áhorfendur: 459.