Líbanskur maður var handtekinn á laugardagskvöld á heimili sínu í Bernau, rétt fyrir utan þýsku höfuðborgina. Maðurinn sem er kallaður Omar A. er 28 ára gamall og er grunaður um að hafa verið að skipuleggja árás á ísraelska sendiráðið í Berlín. Þýsk yfirvöld fengu ábendingu frá erlendri leyniþjónustu um Omar A., en hann var ekki á neinum gátlista í Þýskalandi.
„Gyðingahatur múslima er ekki lengur bara hatursorðræða. Hún leiðir til og hvetur til hryðjuverkastarfsemi um allan heim,“ sagði sendiherra Ísraels í Berlín í gær. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, skrifaði á X að hann „vilji þakka öryggisyfirvöldum okkar fyrir að koma í veg fyrir huglausa árásaráætlun. Við munum ekki láta undan í baráttunni gegn hryðjuverkum.“