Björn Brynjúlfur Björnsson
Björn Brynjúlfur Björnsson
Í nýrri úttekt Viðskiptaráðs er bent á að grunnskólakerfið sé á margan hátt óhagkvæmara á Íslandi en hjá öðrum OECD-ríkjum. Mjög fáir nemendur eru á hvern kennara, kennsluskylda íslenskra kennara með því minnsta sem þekkist og aðeins í Lúxemborg og…

Í nýrri úttekt Viðskiptaráðs er bent á að grunnskólakerfið sé á margan hátt óhagkvæmara á Íslandi en hjá öðrum OECD-ríkjum. Mjög fáir nemendur eru á hvern kennara, kennsluskylda íslenskra kennara með því minnsta sem þekkist og aðeins í Lúxemborg og Noregi eru heildarútgjöld á hvern grunnskólanemanda hærri.

Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir tölurnar styðja við þau ummæli sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri lét falla fyrr í mánuðinum og þurfti síðan að biðjast afsökunar á.

Úttektin sýnir jafnframt að veikindahlutfallið hjá kennurum við grunnskóla Reykjavíkur er meira en tvöfalt hærra en á almennum vinnumarkaði. Þá hefur nemendum við grunnskólana fjölgað um 12% frá 1998 en starfsfólki skólanna fjölgað um 70% á sama tíma.

„Tölurnar sýna að vandinn er ekki – eins og má stundum ráða af umræðunni – skortur á kennurum,“ segir Björn. » 12