Óskar Bergsson
oska@mbl.is
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra skipar fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, skipar annað sætið. Þau voru bæði sjálfkjörin á fundi kjördæmisráðs í gær. Ingveldur Anna Sigurðardóttir, lögfræðingur og varaþingmaður í Rangárþingi eystra, skipar þriðja sætið og Gísli Stefánsson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri í Vestmannaeyjum, skipar fjórða sætið. Alþingismennirnir Ásmundur Friðríksson og Birgir Þórarinsson náðu ekki kjöri en Birgir mun skipa heiðurssæti listans.
Í fimmta sæti er Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur, í sjötta sæti Guðbergur Reynisson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, í sjöunda sæti Kristín Traustadóttir viðskiptafræðingur, í áttunda sæti Gauti Árnason forseti bæjarstjórnar og í níunda sæti Írena Gestsdóttir viðskiptafræðingur.
Nýr oddviti sjálfkjörinn
Ólafur Adolfsson lyfsali á Akranesi var sjálfkjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Í öðru sæti er Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar en hann hafði betur í kosningu á móti Teiti Birni Einarssyni alþingismanni sem tekur ekki sæti á listanum. Í þriðja sæti er Auður Kjartansdóttir fjármálastjóri og í fjórða sæti er Dagný Finnbjörnsdóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi á Vestfjörðum. Í fimmta sæti Gunnar Hnefill Örlygsson framkvæmdamaður á Húsavík, í sjötta sæti Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir háskólanemi, í sjöunda sæti er Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir sjálfstæður atvinnurekandi á Siglufirði, í áttunda sæti er Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri og í níunda sæti er Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, bóndi og fjölskyldufræðingur.
Oddvitaskipti í Norðaustur
Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóri tryggði sér oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi gegn sitjandi oddvita, Njáli Trausta Friðbertssyni alþingismanni. Njáll Trausti skipar annað sætið. Berglind Ósk Guðmundsdóttir alþingismaður náði ekki kjöri. Í þriðja sæti hafnaði Berglind Harpa Svavarsdóttir varaþingmaður, í fjórða sæti Jón Þór Kristjánsson, forstöðumaður hjá Akureyrarbæ, í fimmta sæti Telma Ósk Þórhallsdóttir, Akureyri, í sjötta sæti Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, Dalvíkurbyggð, í sjöunda sæti Þorsteinn Kristjánsson, Akureyri, í áttunda sæti Hafrún Olgeirsdóttir, Norðurþingi, og í níunda sæti Barbara Izabela Kubielas, Fjarðabyggð.