Margaret Atwood
Margaret Atwood
Kanadíski rithöfundurinn Magaret Atwood tók við bókmenntaverðlaunum H.C. Andersens í Óðinsvéum í Danmörku á sunnudag. Í þakkarræðu sinni sagði Atwood það mikinn heiður að hljóta þessi verðlaun og tilheyra hópi verðlaunahafa, segir í Ugeavisen

Kanadíski rithöfundurinn Magaret Atwood tók við bókmenntaverðlaunum H.C. Andersens í Óðinsvéum í Danmörku á sunnudag. Í þakkarræðu sinni sagði Atwood það mikinn heiður að hljóta þessi verðlaun og tilheyra hópi verðlaunahafa, segir í Ugeavisen. Þá nefndi hún einnig að verk H.C. Andersens hefðu haft áhrif á hana sem barn. Atwood er einna þekktust fyrir bók sína The Handmaid’s Tale sem einnig hefur verið gerð að sjónvarpsþáttum.