Sögnin að fremja er oft í slæmum félagsskap. Þótt hægt sé að fremja afrek og hetjudáðir er oftar talað um að fremja morð, valdarán eða hryðjuverk og við liggur að maður lofi Guð þegar maður sér heimskupör
Sögnin að fremja er oft í slæmum félagsskap. Þótt hægt sé að fremja afrek og hetjudáðir er oftar talað um að fremja morð, valdarán eða hryðjuverk og við liggur að maður lofi Guð þegar maður sér heimskupör. En að fremja þýðir líka að efla, auka. Til dæmis er víða þörf á því að fremja lýðræði í landi – jafnvel hér á landi.