Friðþjófur Thorsteinsson skoraði 12 mörk í þremur leikjum fyrir Fram árið 1918. Ingvar Elísson skoraði 15 mörk í níu leikjum fyrir ÍA árið 1960. Þórólfur Beck skoraði 16 mörk í átta leikjum fyrir KR árið 1961

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Friðþjófur Thorsteinsson skoraði 12 mörk í þremur leikjum fyrir Fram árið 1918.

Ingvar Elísson skoraði 15 mörk í níu leikjum fyrir ÍA árið 1960.

Þórólfur Beck skoraði 16 mörk í átta leikjum fyrir KR árið 1961.

Hermann Gunnarsson skoraði 17 mörk í 13 leikjum Vals 1973.

Pétur Pétursson skoraði 19 mörk í 17 leikjum fyrir ÍA 1978.

Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson skoruðu 19 mörk í 18 leikjum fyrir Fram, ÍA og ÍBV 1986, 1993 og 1997.

Andri Rúnar Bjarnason skoraði 19 mörk í 22 leikjum fyrir Grindavík árið 2017.

Benoný Breki Andrésson skoraði 21 mark í 26 leikjum fyrir KR árið 2024.

Svona hefur markametið í efstu deild karla í fótbolta þróast á síðustu 106 árum.

Leikjum hefur fjölgað, fótboltinn hefur breyst og markametið hefur reynst mörgum erfitt viðureignar.

Nú hefur 19 ára strákur úr KR slegið í gegn og metið er fallið eftir að hafa verið jafnað fjórum sinnum í kjölfar þess að Pétur setti það, einmitt líka 19 ára gamall, árið 1978.

Umræða hefur verið í gangi um hvort eigi að viðurkenna þetta sem met. Fleiri leikir, öðruvísi keppnisfyrirkomulag og fleira er tínt til. Eiga þá ekki bara 12 mörkin hans Friðþjófs frá 1918 að standa sem markamet um aldur og ævi?

Benoný varð einfaldlega markahæstur. Hann hefur skorað fleiri mörk en nokkur annar. Þar með er markametið hans. Ekki flækja hlutina að óþörfu.