Nashville Hlín Eiríksdóttir, í 41. landsleik sínum, og Mallory Swanson, sem lék 102. landsleik sinn, í kapphlaupi um boltann í leiknum í fyrrakvöld.
Nashville Hlín Eiríksdóttir, í 41. landsleik sínum, og Mallory Swanson, sem lék 102. landsleik sinn, í kapphlaupi um boltann í leiknum í fyrrakvöld. — AFP/Johnnie Izquierdo
Bandaríkin, besta kvennalandslið heims í knattspyrnu, náði ekki að tryggja sér sigur gegn Íslandi í vináttulandsleik þjóðanna í Nashville í fyrrakvöld fyrr en í lok uppbótartíma. Lokatölur urðu 3:1, alveg eins og í fyrri leiknum í Austin þremur dögum áður

Bandaríkin, besta kvennalandslið heims í knattspyrnu, náði ekki að tryggja sér sigur gegn Íslandi í vináttulandsleik þjóðanna í Nashville í fyrrakvöld fyrr en í lok uppbótartíma. Lokatölur urðu 3:1, alveg eins og í fyrri leiknum í Austin þremur dögum áður.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði beint úr hornspyrnu eftir 30 mínútna leik og íslenska liðið var óvænt með forystu fram á 72. mínútu þegar Lynn Williams jafnaði. Lindsey Horan kom Bandaríkjunum yfir fjórum mínútum síðar og Emma Sears skoraði þriðja markið í blálokin.

Þetta var 12. og síðasti landsleikur Íslands á árinu. Liðið tapaði aðeins þremur, tvisvar gegn Bandaríkjunum og einu sinni gegn Þýskalandi, en vann líka Þjóðverja á glæsilegan hátt. Ísland er nú í 13. sæti heimslista FIFA og hefur aldrei verið ofar, en liðið er á leið á EM í Sviss næsta sumar, í fimmta skipti í röð.