— Morgunblaðið/Hallur Már
Nú þegar aðeins vika er þar til Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu bendir allt til þess að Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana verði næsti forseti Bandaríkjanna. Þetta segir Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nýjasta þætti Dagmála

Nú þegar aðeins vika er þar til Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu bendir allt til þess að Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana verði næsti forseti Bandaríkjanna. Þetta segir Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nýjasta þætti Dagmála.

Þó er ekki öll von úti fyrir Kamölu Harris forsetaframbjóðanda Demókrata því Demókratar binda meðal annars vonir við það að konur skili sér í ríkum mæli á kjörstað fyrir Harris.

Trump er með naumt forskot í könnunum en Friðjón segir að það séu margir óvissuþættir. Trump hefur iðulega verið undirmældur en þetta er samt í fyrsta sinn sem hann er á kjörseðlinum síðan hæstiréttur úrskurðaði að það væri ríkjanna að ákveða fóstureyðingarlöggjöf.