Haukur Árnason fæddist á Akureyri 29. janúar 1931. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga 29. september 2024.

Foreldrar hans voru Árni Valdimarsson og Ágústa Gunnlaugsdóttir. Systkini Hauks voru Sverrir, Ragnar, Emma, Hreinn og Unnur Berg sem lifir bróður sinn. Hreinn lést mjög ungur.

Fyrri eiginkona Hauks var Elín Bjarnadóttir frá Blöndudalshólum, f. 23.9. 1927, d. 8.2. 2021. Haukur og Elín eignuðust fjögur börn.

1) Sigurjón, f. 18.2. 1955, verkfræðingur. Eiginkona hans er Sigrún Hrafnsdóttir, f. 1953, dætur þeirra eru: a) Þórný, f. 1984, maki Pavel Bessarab, börn: Lev, Rúnar Alexander, Nína og Lilia. b) Anna, f. 1987, maki Valgeir M. Levy, börn: Grímur Hrafn, Brynja Sigurrós og Skjöldur Örn. Sonur Sigurjóns og Bjargar Þórarinsdóttur er Haukur, f. 1977, maki Heiðrún H. Þórsteinsdóttir, börn: Björg Malena og Mikael Breki. Dóttir Sigurjóns og Steinunnar S. Jakobsdóttur er Sigríður Soffía, f. 1981, maki Gestur Gunnarsson, börn: Sverrir Styrkár og Styrmir Steinn. 2) Bjarni, f. 11.4. 1957, verkfræðingur. Eiginkona hans er Laufey Hafsteinsdóttir, f. 1961, börn þeirra eru: a) Elín Birna, f. 1986, maki Thomas Redder, börn: Flóki Freyr, Viggó Björn og ónefndur drengur, b) Hafsteinn, f. 1990, maki Rebekka Hafþórsdóttir, börn: Ísabella og Embla Laufey. c) Brynjar, f. 1998. 3) Anna Ágústa, f. 12.2. 1963, kennari. Eiginmaður hennar er Magnús Þ. Gissurarson, f. 1958, börn þeirra eru: a) Rakel, f. 1990, maki Jason Már Bergsteinsson, börn: Katrín Lind og Óliver Daði. b) Axel, f. 1997. Fyrir átti Magnús soninn Tómas Þórarin, f. 1981. Sonur Tómasar er Francis Mosi. 4) Árni Guðmundur, f. 17. maí 1968, framkvæmdastjóri. Eiginkona hans er Yoko Ozaki, f. 1977, synir þeirra eru a) Shintaró, f. 2005 og b) Sóshiró, f. 2008.

Síðari eiginkona Hauks var Edda María Einarsdóttir frá Grindavík, f. 23. ágúst 1931, d. 22. október 2015. Börn Eddu eru Einar Þ. Waldorff, Hermann Þ. Waldorff, Dóra Þ. Waldorff og Þórður Þ. Waldorff.

Haukur ólst upp á Akureyri og í Ólafsfirði. Að loknu húsasmíðanámi á Akureyri lærði Haukur byggingartæknifræði í Þrándheimi. Hann var einn af stofnendum byggingarfyrirtækisins Haga hf. og framkvæmdastjóri þess og kom á fót smíði Haga innréttinga. Einnig var hann einn af stofnendum Norðurverks hf. og kom að ýmsum verkum á þess vegum, svo sem lagningu Kísilvegar og hafnargerð á Vopnafirði.

Haukur var fulltrúi Framsóknarflokksins í byggingarnefnd Akureyrar um árabil.

Hann var liðsmaður málefna iðnmenntunar og var m. a. formaður byggingarnefndar Verkmenntaskólans á Akureyri. Haukur var um árabil í Rotaryklúbbi Akureyrar. Haukur naut sín vel á fjöllum og var í hópi Akureyringa sem byggðu Brú á Kreppu við Upptyppinga árið 1962. Haukur starfaði í nokkur ár við byggingarstjórnun hjá Loftorku hf. Hann var tæknifræðingur Hvammstangahrepps frá 1990.

Eftir starfslok á Hvammstanga bjó Haukur í nokkur ár í Hafnarfirði en á Hvammstanga síðari árin.

Útför hans fór fram 14. október 2024,

Mér er minnisstætt frá mínum yngri árum þegar pabbi lýsti oft verksnilli sem hann sá í æsku. Hann var mjög góður verkmaður og var auðfundið að hann bar mikla virðingu fyrir vel unnu verki.

Hann stofnaði ásamt öðrum byggingariðnaðarmönnum fyrirtækið Haga hf. á Akureyri og var framkvæmdastjóri þess. Í upphafi var Hagi almennt byggingarfyrirtæki en sérhæfði sig síðar í smíði innréttinga.

Pabbi var einn af stofnendum Norðurverks hf. Þar kom hann að tilboðsgerð, verkefnastjórnun og verkstjórn. Hann vann að fjölbreyttum verkefnum svo sem lagningu Kísilvegarins frá Mývatnssveit til Laxamýrar, hafnargerð á Vopnafirði og byggingu Laxár- og Lagarfossvirkjunar.

Síðasta hluta starfsævinnar var pabbi tæknifræðingur Hvammstangahrepps. Það starf féll honum vel og var honum umhugað um trjárækt og fegrun bæjarins.

Pabbi kaus að eyða ævikvöldinu á Hvammstanga. Hann hafði yndi af að fylgjast með framkvæmdum og umhirðu og gladdist þegar hann sá að vel var að verki staðið.

Sigurjón Hauksson.