Norður ♠ 3 ♥ KDG765 ♦ ÁK10 ♣ DG10 Vestur ♠ DG109872 ♥ 43 ♦ 8743 ♣ – Austur ♠ K ♥ Á1098 ♦ D652 ♣ 8543 Suður ♠ Á654 ♥ 2 ♦ G9 ♣ ÁK9762 Suður spilar 6♣

Norður

♠ 3

♥ KDG765

♦ ÁK10

♣ DG10

Vestur

♠ DG109872

♥ 43

♦ 8743

♣ –

Austur

♠ K

♥ Á1098

♦ D652

♣ 8543

Suður

♠ Á654

♥ 2

♦ G9

♣ ÁK9762

Suður spilar 6♣.

„World Bridge Games“ er hátíðlegt heiti á stórmóti sem Alþjóðabridssambandið stendur fyrir á fjögurra ára fresti og fer nú fram í Buenos Aires í Argentínu. Keppt er í fjórum flokkum og lýkur mótinu á sunnudaginn.

Spilið að ofan er frá fyrsta keppnisdegi opna flokksins, þar sem 34 þjóðir hófu leik í tveimur riðlum. Á flestum borðum opnaði vestur á 4♠ í skjóli stöðunnar (utan hættu gegn á hættu) og setti norður þar með í nokkurn vanda.

Tvær sagnir koma til greina og voru báðar reyndar: dobl og 5♥. Doblið heppnaðist betur. Suður stökk í 6♣ og fékk auðvelda tólf slagi, þrátt fyrir 4-0-legu í trompi. Þeir sem sögðu 5♥ sátu þar yfirleitt fastir, einn til tvo niður. Ekki þó allir, því sums staðar doblaði austur 5♥ og gaf suðri þar með góða ástæðu til að „flýja“ í 6♣. Græðgin er varasöm.