Boðað hefur verið til stjórnarfundar í VR í kvöld en þar hyggst Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tilkynna stjórninni að hann taki sér leyfi frá störfum á meðan kosningabaráttan stendur yfir.
Ragnar Þór, sem skipar fyrsta sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík norður í komandi alþingiskosningum, segir við mbl.is að það muni ekki ganga upp að vera í fullu starfi á tveimur stöðum, nái hann kjöri.
„Ef ég næ kjöri inn á þing, þá verð ég bara að sjá til hvað gerist ef það gerist, en það hefur ekki staðið til að vera í fullu starfi á tveimur stöðum. Það gengur augljóslega ekki upp,“ segir hann í samtali við mbl.is.