— Ljósmynd/Þráinn Kolbeinsson
Eskfirðingurinn Sigurgeir Svanbergsson tók nýlega á sig krefjandi áskorun þegar hann synti tæpa 7,5 kílómetra leið í köldum sjónum frá Reyðarfirði til Eskifjarðar, til styrktar Píetasamtökunum. Eiginkona hans, Sóley Gísladóttir, fylgdi honum á kajak, sem hann dró með sér alla leiðina

Eskfirðingurinn Sigurgeir Svanbergsson tók nýlega á sig krefjandi áskorun þegar hann synti tæpa 7,5 kílómetra leið í köldum sjónum frá Reyðarfirði til Eskifjarðar, til styrktar Píetasamtökunum. Eiginkona hans, Sóley Gísladóttir, fylgdi honum á kajak, sem hann dró með sér alla leiðina. Ferðin var lengri en áætlað var, og líkamshiti Sigurgeirs nam aðeins 31 gráðu við komu í land. Í viðtali í Ísland vaknar í gær lýsti hann þessari reynslu og sagði næsta markmið sitt að synda yfir Ermarsund.

Viðtalið er í heild sinni á K100.is.