Skipaður ræðismaður Andreja Metelko-Zgombic, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneyti Króatíu, og Birgir Jóhannsson, kjörræðismaður Króatíu á Íslandi.
Skipaður ræðismaður Andreja Metelko-Zgombic, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneyti Króatíu, og Birgir Jóhannsson, kjörræðismaður Króatíu á Íslandi. — Ljósmynd/Astrid Lelarge
Birgir Þröstur Jóhannsson arkitekt var í liðinni viku skipaður kjörræðismaður Króatíu á Íslandi. Andreja Metelko-Zgombic, ráðuneytisstjóri Evrópumála í utanríkisráðuneyti Króatíu, afhenti Birgi Þresti skipunina við athöfn sem haldin var á heimili hins nýja kjörræðismanns

Birgir Þröstur Jóhannsson arkitekt var í liðinni viku skipaður kjörræðismaður Króatíu á Íslandi.

Andreja Metelko-Zgombic, ráðuneytisstjóri Evrópumála í utanríkisráðuneyti Króatíu, afhenti Birgi Þresti skipunina við athöfn sem haldin var á heimili hins nýja kjörræðismanns.

Birgir Þröstur sagði að skipanin væri sér heiður og hann hlakkaði til að takast á við þetta verkefni um leið og hann vonaðist til að tengsl Íslands og Króatíu myndu styrkjast, enda ættu Íslendingar og Króatar margt sameiginlegt.

Tina Krce, sendiherra Króatíu á Íslandi með aðsetur í Kaupmannahöfn, var viðstödd athöfnina.