Norður ♠ K42 ♥ KG75 ♦ 6 ♣ D10932 Vestur ♠ 1083 ♥ 92 ♦ DG1072 ♣ 854 Austur ♠ G ♥ ÁD863 ♦ 9543 ♣ ÁK7 Suður ♠ ÁD9765 ♥ 104 ♦ ÁK8 ♣ G6 Suður spilar 4♠

Norður

♠ K42

♥ KG75

♦ 6

♣ D10932

Vestur

♠ 1083

♥ 92

♦ DG1072

♣ 854

Austur

♠ G

♥ ÁD863

♦ 9543

♣ ÁK7

Suður

♠ ÁD9765

♥ 104

♦ ÁK8

♣ G6

Suður spilar 4♠.

Ítalinn Giovanni Donati spilaði 4♠ listilega vel í þessu spili undanúrslitanna í Buenos Aires. Hann var gjafari og opnaði á 1♠. Makker hans, Giacomo Percario, studdi spaðann með 2G og austur doblaði til úttektar. Donati stökk í 4♠ og vestur kom út með tíguldrottningu.

Donati drap á tígulás, stakk tígul og tók síðan ÖLL trompin. Þá voru fimm spil eftir á hendi. Heima var Donati með tvö hjörtu, ♦K og ♣Gx, en blindur átti ♥KG og ♣D109. Það er sama hvað austur gerir. Ef hann fer niður á ♥ÁD, einn tígul og ♣ÁK, tekur sagnhafi tígulkóng og spilar laufi. Fær þá úrslitaslaginn á hjartakóng. Í reynd henti austur laufás í örvæntingu þannig að Donati fékk yfirslag.

Sagnhafi byrjaði eins á hinu borðinu: trompaði tígul og tók þrisvar tromp. En spilaði þá laufi. Austur tók báða laufslagina og kom sér skaðlaust út á tígli.