Píanóleikararnir Víkingur Heiðar Ólafsson og Yuja Wang virðast hafa heillað gagnrýnendur jafnt sem áhorfendur á tónleikum sínum í Royal Festival Hall í London um helgina og hafa þeir hlotið lofsamlega dóma víða
Píanóleikararnir Víkingur Heiðar Ólafsson og Yuja Wang virðast hafa heillað gagnrýnendur jafnt sem áhorfendur á tónleikum sínum í Royal Festival Hall í London um helgina og hafa þeir hlotið lofsamlega dóma víða. Rýnir The Guardian gefur þeim fullt hús stiga og segir m.a. að tónleikarnir hafi verið masterklassi í skýrleika og reisn. Dagblaðið The Times er á svipuðum nótum og gefur líka fullt hús og The Telegraph og The i birta líka afar jákvæðar umsagnir.