Ýmir Örn Gíslason, landsliðsmaður í handknattleik, er spenntur fyrir komandi verkefni hjá íslenska landsliðinu í undankeppni fyrir EM 2026. Ísland mætir Bosníu annað kvöld en Georgía og Grikkland eru einnig í riðlinum
Ýmir Örn Gíslason, landsliðsmaður í handknattleik, er spenntur fyrir komandi verkefni hjá íslenska landsliðinu í undankeppni fyrir EM 2026. Ísland mætir Bosníu annað kvöld en Georgía og Grikkland eru einnig í riðlinum. Ýmir segir að Ísland eigi alltaf að vinna á heimavelli en leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni. Ýmir skipti um lið í Þýskalandi fyrir yfirstandandi tímabil og er nú hjá Göppingen. Þar líður honum vel, bæði innan sem utan vallar. » 27