Grótta Sigurjón Friðbjörn Björnsson hefur látið af störfum á Nesinu.
Grótta Sigurjón Friðbjörn Björnsson hefur látið af störfum á Nesinu. — Morgunblaðið/Anton Brink
Sigurjón Friðbjörn Björnsson hefur látið af störfum sem þjálfari kvennaliðs Gróttu í handknattleik. Júlíus Þórir Stefánsson, sem var aðstoðarmaður Sigurjóns, tekur við liðinu tímabundið. Handbolti.is greinir frá

Sigurjón Friðbjörn Björnsson hefur látið af störfum sem þjálfari kvennaliðs Gróttu í handknattleik. Júlíus Þórir Stefánsson, sem var aðstoðarmaður Sigurjóns, tekur við liðinu tímabundið. Handbolti.is greinir frá. Grótta, sem er nýliði í efstu deild, er með tvö stig eftir sjö leiki. Liðið tapaði fyrir ÍR á miðvikudagskvöld, 30:18. Sigurjón tók við Gróttu í febrúar á síðasta ári og kom liðinu upp í úrvalsdeildina eftir sex ára fjarveru.