Markahæst Lena Margrét Valdimarsdóttir fór á kostum í liði Fram.
Markahæst Lena Margrét Valdimarsdóttir fór á kostum í liði Fram. — Ljósmynd/Kristinn Steinn
Framkonur eru komnar áfram í átta liða úrslit bikarkeppninnar í handknattleik eftir sigur á Selfossi, 26:19, á Selfossi í gærkvöldi. Mikið jafnræði var á milli liðanna í fyrri hálfleik en í þeim síðari var Framliðið mun sterkara og vann að lokum sjö marka sigur

Framkonur eru komnar áfram í átta liða úrslit bikarkeppninnar í handknattleik eftir sigur á Selfossi, 26:19, á Selfossi í gærkvöldi. Mikið jafnræði var á milli liðanna í fyrri hálfleik en í þeim síðari var Framliðið mun sterkara og vann að lokum sjö marka sigur. Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Fram en Steinunn Björnsdóttir skoraði fimm. Hjá Selfossi skoruðu Katla María Magnúsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir sex hvor.