Knattspyrnumaðurinn Omar Sowe er genginn til liðs við ÍBV frá Leikni Reykjavík. Omar, sem er frá Gambíu, skrifar undir tveggja ára samning í Vestmannaeyjum en hann lék síðustu tvö tímabil með Leiknismönnum
Knattspyrnumaðurinn Omar Sowe er genginn til liðs við ÍBV frá Leikni Reykjavík. Omar, sem er frá Gambíu, skrifar undir tveggja ára samning í Vestmannaeyjum en hann lék síðustu tvö tímabil með Leiknismönnum. Omar skoraði 13 mörk í 1. deildinni í fyrra en hann skoraði samtals 25 mörk í 41 deildarleik fyrir Leikni. Hann kom fyrst til Íslands sumarið 2022 og lék þá með Breiðabliki er liðið varð Íslandsmeistari.