Ann Cleeves
Ann Cleeves
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Bókaútgáfan Ugla gefur út á sjöunda tug bóka á árinu en þýðingar eru þar langfyrirferðarmestar. Af verkum íslenskra höfunda má nefna bók Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns, Eddi í Hópsnesi, sögu Edvards Júlíussonar, útgerðarmanns í Grindavík og upphafsmanns Bláa Lónsins

Bókaútgáfan Ugla gefur út á sjöunda tug bóka á árinu en þýðingar eru þar langfyrirferðarmestar.

Af verkum íslenskra höfunda má nefna bók Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns, Eddi í Hópsnesi, sögu Edvards Júlíussonar, útgerðarmanns í Grindavík og upphafsmanns Bláa Lónsins. Jakob F. Ásgeirsson hefur skrifað ævisöguna Ingvar Vilhjálmsson – Athafnasaga, en Ingvar var einn helsti forvígismaður sjávarútvegs á Íslandi á síðari hluta 20. aldar. Ein skáldsaga er væntanleg eftir íslenskan höfund, Klökkna klakatár eftir Ragnhildi Bragadóttur, þar sem segir frá stormasögu hjónabandi konu og þjóðfrægs rithöfundar.

Á árinu koma út tíu þýddar skáldsögur í flokki fagurbókmennta: Billy Budd eftir Herman Melville í þýðingu Baldurs Gunnarssonar, Hjálparsagnir hjartans eftir Péter Esterházy í þýðingu Jónu Dóru Óskarsdóttur, Tókýó-Montana hraðlestin eftir Richard Brautigan í þýðingu Þórðar Sævars Jónssonar, Biblía Dorés eftir Torgny Lindgren í þýðingu Heimis Pálssonar, Leiðin í hundana eftir Erich Kästner í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur, Spegillinn í speglinum eftir Michael Ende í þýðingu Sólveigar Thoroddsen Jónsdóttur, Hlaupavargur eftir Kerstin Ekman í þýðingu Skúla Thoroddsen og Sonurinn eftir Michael Rostain í þýðingu Friðriks Rafnssonar.

Tvær skáldsögur hafa verið endurútgefnar í kilju; 1984 eftir George Orwell í þýðingu Þórdísar Bachmann og Handfylli moldar eftir Evelyn Waugh í þýðingu Hjalta Þorleifssonar.

Ein ljóðabók kom út á árinu, ljóðasafnið Ljáðu mér rödd eftir Kjell Espmark í þýðingu Njarðar P. Njarðvík.

Af bókum almenns efnis má nefna Vesturlönd í gíslingu eftir Milan Kundera í þýðingu Friðriks Rafnssonar, Gyðingar á faraldsfæti eftir Joseph Roth í þýðingu Jóns Bjarna Atlasonar, Óseldar bækur bóksala eftir skoska fornbókasalann Shaun Bythel í þýðingu Snjólaugar Bragadóttur, Þögn á öld hávaðans eftir norska ævintýramanninn Erling Kagge í þýðingu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, tvær bækur í bókaflokknum Sönn sakamál eftir Ryan Green í þýðingu Ragnars Haukssonar og My My! ABBA í áranna rás eftir Giles Smith í þýðingu Helga Ingólfssonar.

Ugla gefur einnig út eftirtaldar ævisögur eftir erlenda höfunda: Saga eiginkonunnar eftir Aida Edermariam í þýðingu Karls Sigurbjörnssonar, Konan sem í mér býr eftir Britney Spears í þýðingu Helga Ingólfssonar og Churchill – Stjórnvitringurinn framsýni eftir James C. Humes í þýðingu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar.

Þá gefur Ugla út ljósmyndabókina The Crawling Beast – Skriðjöklar eftir Pétur Sturluson og The Glacier Adventure eftir Jakob F. Ásgeirsson en það er ensk útgáfa bókarinnar Jökulsævintýrið sem kom út á síðasta ári.

Út koma 16 glæpasögur eftir vinsæla höfunda og má þar m.a. nefna Vivecu Sten, Ann Cleeves, Ninni Schulman, Jörn Lier Horst, Mons Kallentoft, Johan Theorin, Quentin Bates, Agöthu Christie og Eyðun Klakstein.

Loks má nefna útgáfu sex ljúflestrarbóka og átta barnabóka.

ragnheidurb@mbl.is