Alþingiskosningar Nánari upplýsinga má vænta á Facebook.
Alþingiskosningar Nánari upplýsinga má vænta á Facebook. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Utanríkisráðuneytið stendur fyrir sérstökum kjörfundum fyrir íslenska ríkisborgara búsetta á Spáni sem vilja kjósa í komandi alþingiskosningum. Um er að ræða tvo kjörfundi, annars vegar í Torrevieja og hins vegar á Tenerife

Utanríkisráðuneytið stendur fyrir sérstökum kjörfundum fyrir íslenska ríkisborgara búsetta á Spáni sem vilja kjósa í komandi alþingiskosningum. Um er að ræða tvo kjörfundi, annars vegar í Torrevieja og hins vegar á Tenerife. Töluverður fjöldi Íslendinga dvelur á þessum stöðum um styttri og lengri tíma.

Á Tenerife verður kosið dagana 17. og 18. nóvember og í Torrevieja 20. til 22. nóvember. Nánari staðsetningar og tímasetningar verða auglýstar síðar á Íslendingasíðum á Facebook. Taki kjósendur þátt í kjörfundum utanríkisráðuneytis­ins verður flutningur á atkvæði kjósenda til landskjörstjórnar á ábyrgð ráðuneytis­ins, en sé kosið utan kjörfundar hvílir ábyrgðin á kjósandanum sjálfum að koma atkvæði sínu til Íslands. Hægt verður að sækja vegabréf og/eða nafnskírteini á kjörfundi en bóka þarf slíkt fyrir fram.