Besta deild
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Pétur Guðmundsson var besti dómarinn í Bestu deild karla í fótbolta árið 2024 samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins.
Pétur, sem var elsti dómari deildarinnar, 55 ára gamall, dæmdi 18 leiki í deildinni á árinu og fékk í þeim meðaleinkunnina 7,89 hjá blaðinu en einkunnir dómara eru gefnar á skalanum frá 1 til 10.
Hann var með nokkra yfirburði á næstu menn en Erlendur Eiríksson, næstelsti dómarinn, 53 ára, varð í öðru sæti af þeim átta dómurum sem dæmdu bróðurpart leikjanna. Erlendur dæmdi 17 leiki og fékk meðaleinkunnina 7,47.
• Ívar Orri Kristjánsson varð þriðji en hann dæmdi 19 leiki og fékk meðaleinkunnina 7,37.
• Elías Ingi Árnason varð fjórði en hann dæmdi 17 leiki og fékk meðaleinkunnina 7,18.
• Vilhjálmur Alvar Þórarinsson varð fimmti en hann dæmdi 19 leiki og fékk meðaleinkunnina 7,16.
• Sigurður Hjörtur Þrastarson varð sjötti en hann dæmdi 19 leiki og fékk meðaleinkunnina 7.
• Jóhann Ingi Jónsson varð sjöundi en hann dæmdi 16 leiki og fékk meðaleinkunnina 6,81.
• Helgi Mikael Jónasson varð áttundi en hann dæmdi 18 leiki og fékk meðaleinkunnina 6,67.
Arnar Þór Stefánsson dæmdi sjö leiki (7,14), Twana Khalid Ahmed fimm (7,20), Gunnar Oddur Hafliðason þrjá (7,33), Þórður Þ. Þórðarson þrjá (7,33), Gunnar Freyr Róbertsson tvo (7,50) og Arnar Ingi Ingvarsson einn (6,00).
Arnar fékk 8,20
Í Bestu deild kvenna dæmdi mun stærri hópur dómara, eða samtals 33 dómarar. Tíu þeirra dæmdu fimm leiki eða fleiri og besti dómari deildarinnar samkvæmt einkunnagjöfinni var Arnar Ingi Ingvarsson.
• Arnar Ingi dæmdi fimm leiki og var með meðaleinkunnina 8,20.
• Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson var annar en hann dæmdi sex leiki og fékk meðaleinkunnina 8.
• Ásmundur Þór Sveinsson varð þriðji en hann dæmdi fimm leiki og fékk meðaleinkunnina 7,80.
• Atli Haukur Arnarsson varð fjórði en hann dæmdi sex leiki og fékk meðaleinkunnina 7,67.
• Þórður Þ. Þórðarson varð fimmti en hann dæmdi fimm leiki og fékk meðaleinkunnina 7,60.
• Twana Khalid Ahmed og Breki Sigurðsson deildu 6.-7. sæti en þeir dæmdu báðir sex leiki og fengu meðaleinkunnina 7,5.
• Bergrós Lilja Unudóttir varð áttunda en hún dæmdi fimm leiki og fékk meðaleinkunnina 7,40.
• Gunnar Freyr Róbertsson varð níundi en hann dæmdi sex leiki og fékk meðaleinkunnina 6,67.
• Bríet Bragadóttir varð tíunda en hún dæmdi átta leiki og fékk meðaleinkunnina 5,88.
Það eru íþróttafréttamenn sem lýsa leikjum Bestu deildanna á mbl.is sem gefa dómurum einkunnir í hverjum leik fyrir sig.