Fjallskilastjórinn Magnús staddur í réttunum í Undirfelli.
Fjallskilastjórinn Magnús staddur í réttunum í Undirfelli.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Vilborg Pétursdóttir og Magnús Pétursson fæddust 5. nóvember 1944 í Miðhúsum í Vatnsdal, Austur-Húnavatnssýslu. Vilborg fæddist hálfri klukkustund á eftir tvíburabróður sínum. Þau ólust upp í Miðhúsum með foreldrum sínum og fjórum systkinum

Vilborg Pétursdóttir og Magnús Pétursson fæddust 5. nóvember 1944 í Miðhúsum í Vatnsdal, Austur-Húnavatnssýslu. Vilborg fæddist hálfri klukkustund á eftir tvíburabróður sínum.

Þau ólust upp í Miðhúsum með foreldrum sínum og fjórum systkinum. Þau gengu í barnaskóla þess tíma í sveitinni.

Sautján ára gömul flutti Vilborg til Reykjavíkur og ætlaði að fá sér vinnu þar, en þau plön breyttust og hún hóf nám við Hagaskóla í Reykjavík. Þar stundaði hún nám í þrjá vetur og lauk gagnfræðaskólaprófi úr verslunardeild vorið 1964. Haustið eftir fór hún til Danmerkur með vinkonu sinni og stunduðu þær nám við Lýðháskólann St. Restrup á Jótlandi einn vetur. Eftir dvölina í Danmörku lá leiðin í Kennaraháskóla Íslands og lauk Vilborg almennu kennaraprófi þaðan vorið 1969.

Eftir útskrift bauðst Vilborgu staða í Húnavallaskóla, sem var þá nýr heimavistarskóli fyrir börn úr sveitunum í Austur-Húnavatnssýslu. Hún starfaði þar þrjá vetur eða til vors 1972. Haustið 1973 voru stofnuð svokölluð skólasel út frá Húnavallaskóla fyrir 7-9 ára börn til að þau þyrftu ekki að vera svona ung á heimavist. Eitt skólasel var staðsett á Fremstagili heima hjá Vilborgu og kenndi hún þar árin 1973-1986 börnum úr Engihlíðar- og Vindhælishreppi. Haustið 1986 hóf hún störf við Grunnskólann á Blönduósi og starfaði þar allt til ársins 2013 sem umsjónarkennari og sérkennari.

Magnús ólst upp í Miðhúsum og tók við búi af föður sínum. Með miklum dugnaði og elju byggði hann upp góða jörð og gott bú með áherslu á mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt. Magnús var fjallskilastjóri til margra ára og fór samfellt í göngur í rúm fimmtíu ár, auk þess sem hann tók þátt í félagsmálum í sveitinni af miklum metnaði.

Fjölskylda Vilborgar

Vilborg giftist 30.5. 1971 Valgarði Hilmarssyni, f. 29.8. 1947. Foreldrar Valgarðs voru Hilmar Arngrímur Frímannson bóndi, f. 21.6. 1899, d. 13.6. 1980, og Jóhanna Birna
Helgadóttir húsfreyja, f. 6.7. 1911, d. 21.12. 1990. Vilborg og Valgarður tóku við búi á Fremstagili í Langadal eftir brúðkaup sitt 1971 og bjuggu þar til ársins 2004 er
þau seldu jörðina og fluttu á Blönduós þar sem þau búa enn í dag.

Börn Vilborgar og Valgarðs eru: 1) Hilmar Pétur, f. 10.1. 1973, búsettur í Garðabæ, maki Sigríður Erla Einarsdóttir. Þau eiga þau þrjú börn og eina tengdadóttur; 2) Ólafur Reimar, f. 16.7. 1974, búsettur á Blönduósi; 3) Fanney Hanna, f. 6.2. 1981, búsett í Reykjavík, maki Stefán Andri Gunnarsson. Þau eiga tvö börn.

Fjölskylda Magnúsar

Magnús var í sambúð með Erlu Njálsdóttur og börn þeirra eru: 1) Valur Njáll, f. 18.4. 1967, bóndi og sjómaður á Helgavatni í Vatnsdal, maki Jóhanna Gunnlaugsdóttir, þau eiga saman fimm börn og tólf barnabörn; 2) Fanney, f. 13.7. 1968, bóndi og húsmóðir á Eyvindarstöðum í Blöndudal, maki Óskar Guðmundsson. Þau eiga fjögur börn og þrjú barnabarnabörn. Eiður, f. 21.2. 1978, bóndi í Miðhúsum, maki Berglind Hlín Baldursdóttir, saman eiga þau tvö börn og Berglind átti tvö börn áður. Erla Njálsdóttir átti þrjú börn áður sem ólust upp í Miðhúsum, þau eru Guðmundur Svavarsson, f. 1959, Albert Svavarsson, f. 1961, og Selma Erludóttir, f. 1962. Sambýliskona Magnúsar nú er Halla Jónína Reynisdóttir, f. 1956. Þau eiga ekki börn saman en áður átti Halla fjóra syni: Eyþór Guðmundsson, f. 1975, Reyni Inga Guðmundsson, f. 1976, Bjarna Ragnar Guðmundson, f. 1977, og Rögnvald Helga Guðmundsson, f. 1978, d. 2019. Halla á sjö barnabörn og einn langömmustrák.

Systkini Magnúsar og Vilborgar eru Ólafía Sigurlaug, f. 8.4. 1942, Hjalti, f. 12.1. 1952, og Daníel, f. 4.10. 1957.

Foreldrar Magnúsar og Vilborgar voru Pétur B. Ólason, f. 31.10. 1915, d. 18.7. 1998, og Fanney Daníelsdóttir, f. 3.12. 1913, d. 2.10. 1968, bændur í Miðhúsum.