Kosningar Frá upptökum með oddvitum á Hótel KEA á Akureyri í gær.
Kosningar Frá upptökum með oddvitum á Hótel KEA á Akureyri í gær. — Morgunblaðið/Ágúst
Upptökur fóru fram á Hótel KEA á Akureyri í gær þar sem rætt var við oddvita flokkanna sem bjóða fram í Norðausturkjördæmi. Útdráttur úr viðtölunum verður birtur í Morgunblaðinu á morgun, föstudag, og upptökur munu birtast í opinni dagskrá á mbl.is…

Upptökur fóru fram á Hótel KEA á Akureyri í gær þar sem rætt var við oddvita flokkanna sem bjóða fram í Norðausturkjördæmi. Útdráttur úr viðtölunum verður birtur í Morgunblaðinu á morgun, föstudag, og upptökur munu birtast í opinni dagskrá á mbl.is eftir það og næstu daga, og einnig bútar á samfélagsmiðlum.

Oddvitar í Norðvesturkjördæmi verða svo teknir tali í Borgarnesi í dag og þau viðtöl birtast í blaðinu næsta mánudag og á mbl.is í framhaldinu.

Stefán Einar Stefánsson tekur viðtölin og honum til aðstoðar eru Hermann Nökkvi Gunnarsson og Ágúst Beinteinn Árnason.