Knattspyrnumarkvörðurinn Vera Varis er gengin til liðs við Stjörnuna og mun leika með liðinu í Bestu deildinni á komandi keppnistímabili. Vera, sem er þrítug, hefur leikið með Keflavík í Bestu deildinni undanfarin tvö tímabil
Knattspyrnumarkvörðurinn Vera Varis er gengin til liðs við Stjörnuna og mun leika með liðinu í Bestu deildinni á komandi keppnistímabili. Vera, sem er þrítug, hefur leikið með Keflavík í Bestu deildinni undanfarin tvö tímabil. Hún á að baki 41 leik í efstu deild en hún lék 20 leiki með Keflavík í Bestu deildinni í sumar þegar liðið hafnaði í 9. sæti deildarinnar og féll í 1. deildina. Henni er ætlað að fylla skarð Erin McLeod hjá félaginu.