Tilvonandi 47. forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur tilkynnt að hann hafi skipað tvo milljarðamæringa í nýtt embætti. Það eru þeir Elon Musk og Vivek Ramaswamy sem munu saman leiða nýjan arm stjórnar Trumps, nokkurs konar hagræðingarráðuneyti (e
Tilvonandi 47. forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur tilkynnt að hann hafi skipað tvo milljarðamæringa í nýtt embætti. Það eru þeir Elon Musk og Vivek Ramaswamy sem munu saman leiða nýjan arm stjórnar Trumps, nokkurs konar hagræðingarráðuneyti (e. Department of Government Efficiency). Verkefni þeirra félaga er að ráðast gegn allri óþarfri eyðslu ríkisins, minnka flækjustig og almennt koma á skilvirkari ferlum innan ríkisins. Að mati Trumps ætti þessi skipun að senda skýr skilaboð til ríkisstofnana; niðurskurður og aðhald. Minna og skilvirkara ríki.