100 Hundraðasta sýningin í Litla Gallerýi verður opnuð í dag.
100 Hundraðasta sýningin í Litla Gallerýi verður opnuð í dag.
Opnun sýningarinnar 100 fer fram í dag, fimmtudaginn 14. nóvember, klukkan 18 til 20 í Litla Gallerýi (LG), Strandgötu 19 í Hafnarfirði. Yfirskrift sýningarinnar vísar til eitthundraðasta sýningarviðburðar LG frá upphafi og segir í tilkynningu að…

Opnun sýningarinnar 100 fer fram í dag, fimmtudaginn 14. nóvember, klukkan 18 til 20 í Litla Gallerýi (LG), Strandgötu 19 í Hafnarfirði.

Yfirskrift sýningarinnar vísar til eitthundraðasta sýningarviðburðar LG frá upphafi og segir í tilkynningu að fyrsta sýningin hafi verið haldin 12. september árið 2019 til minningar um Ketil Larsen og því sé sýningarrýmið fimm ára á þessu ári.

„Á sýningunni er viðburðaröð LG rakin frá upphafi og öllum sýningum gerð skil með uppsetningu á sjónrænu auðkenni með vísan í sýningartexta ásamt QR-kóða sem tengir sýningargesti við myndefni viðkomandi sýningar. Með þessu langar okkur að heiðra myndlistarfólk, gefa sýningargestum innsýn í það starf sem átt hefur sér stað á tímabilinu, varpa ljósi á þann fjölbreytta hóp innlends og erlends myndlistarfólks sem sýnt hefur í rýminu – en ekki síst að vekja athygli á þeim menningarlegu verðmætum sem skapast hafa á þessum fimm árum.“