Special Olympics á Íslandi er í samstarfi við heilsuleikskólann Skógarás á Ásbrú við innleiðingu verkefnis sem byggist á snemmtækri íhlutun í hreyfifærni. Verkefnið er alþjóðlegt verkefni á vegum Special Olympics-samtakanna og markmiðið að koma á fót markvissri hreyfiþjálfun ungra barna
Special Olympics á Íslandi er í samstarfi við heilsuleikskólann Skógarás á Ásbrú við innleiðingu verkefnis sem byggist á snemmtækri íhlutun í hreyfifærni. Verkefnið er alþjóðlegt verkefni á vegum Special Olympics-samtakanna og markmiðið að koma á fót markvissri hreyfiþjálfun ungra barna. Verið er að hanna íslenskt fræðsluefni og stefnt er að samstarfi við leikskóla sem áhuga hafa á málinu. Nokkrir leikskólar eru í öflugu samstarfi vegna YAP-verkefnisins og árangur sem markviss innleiðing hefur skilað er mjög athyglisverður.