Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, tilkynnti á fréttamannafundi í höfuðstöðvum Icelandair í gær hvaða 18 leikmenn fara á EM 2024 sem hefst í lok mánaðarins og fer fram í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, tilkynnti á fréttamannafundi í höfuðstöðvum Icelandair í gær hvaða 18 leikmenn fara á EM 2024 sem hefst í lok mánaðarins og fer fram í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss. Sandra Erlingsdóttir, sem hefur verið lykilmaður í landsliðinu undanfarin ár, er ekki í hópnum en hún eignaðist sitt fyrsta barn fyrir fjórum mánuðum og sagði Arnar í samtali við Morgunblaðið að hún hefði þurft aðeins lengri tíma. » 78