Körfuboltamaðurinn Justin Roberts er genginn til liðs við Hött á Egilsstöðum. Justin, sem er 26 ára gamall bakvörður, hefur meðal annars leikið sem atvinnumaður í Norður-Makedóníu og Sviss eftir að hann lauk námi við Georgia State-háskólann í Bandaríkjunum
Körfuboltamaðurinn Justin Roberts er genginn til liðs við Hött á Egilsstöðum. Justin, sem er 26 ára gamall bakvörður, hefur meðal annars leikið sem atvinnumaður í Norður-Makedóníu og Sviss eftir að hann lauk námi við Georgia State-háskólann í Bandaríkjunum. Hattarmenn sögðu upp samningi Bandaríkjamannsins Courvoisier McCauley í vikunni og er Roberts ætlað að fylla hans skarð hjá félaginu. Höttur er í 8. sæti deildarinnar með sex stig.