Menning Ráðstefna um stefnumótun í menningargeiranum fer fram í dag.
Menning Ráðstefna um stefnumótun í menningargeiranum fer fram í dag.
Ráðstefna um stefnumótun í menningargeiranum, sem ber yfirskriftina RáðStefna, verður haldin í dag, fimmtudaginn 14. nóvember, í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Hefst dagskráin kl. 10 og lýkur um kl

Ráðstefna um stefnumótun í menningargeiranum, sem ber yfirskriftina RáðStefna, verður haldin í dag, fimmtudaginn 14. nóvember, í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Hefst dagskráin kl. 10 og lýkur um kl. 16.30.

Kemur fram í tilkynningu að nýverið hafi margir aðilar í menningargeiranum endurnýjað stefnu sína með breyttum áherslum til næstu ára. „Af því tilefni er nú efnt til ráðstefnu um stefnumótun í menningargeiranum og hvernig slík stefnumótunarvinna nýtist í safnastarfi.“

Þá er ráðstefnan samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur og Rannsóknarseturs í safnafræðum og er í ár haldin í samvinnu við Borgarsögusafn og Háskólann á Bifröst.