Paul Watson
Paul Watson
Héraðsdómur í Nuuk ákvað í gær að framlengja gæsluvarðhald yfir aðgerðasinnanum Paul Watson um þrjár vikur í viðbót, eða fram til 4. desember, á meðan beðið er úrskurðar um hvort Watson skuli framseldur til Japans

Héraðsdómur í Nuuk ákvað í gær að framlengja gæsluvarðhald yfir aðgerðasinnanum Paul Watson um þrjár vikur í viðbót, eða fram til 4. desember, á meðan beðið er úrskurðar um hvort Watson skuli framseldur til Japans.

Þetta er í fimmta sinn sem gæsluvarðhaldið er framlengt yfir Watson, en hann var tekinn fastur 21. júlí sl. vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar sem gefin var út að beiðni japanskra stjórnvalda árið 2012. Honum er gefið að sök að hafa valdið skaða á japönsku hvalveiðiskipi árið 2010.

Í úrskurði dómsins kemur fram að tryggja þurfi að Watson verði áfram á Grænlandi á meðan beðið er niðurstöðu um hvort framselja eigi hann til Japans, en danska dómsmálaráðuneytið er að afla sér gagna.