Norður
♠ DG4
♥ 1074
♦ ÁG8
♣ KD42
Vestur
♠ ÁK53
♥ KDG643
♦ 97
♣ Á
Austur
♠ –
♥ 82
♦ K1052
♣ G1098763
Suður
♠ 1098762
♥ Á9
♦ D654
♣ 5
Suður spilar 4♠ doblaða.
Íslenska sveitin ASTRO náði næstbestum árangri íslensku sveitanna í mótinu á Madeira, endaði í 7. sæti. Það gekk stundum mikið á í sögnum hjá sveitarfélögunum, t.d. í þessu spili.
Við bæði borð opnaði vestur á 1♥ sem voru pössuð til suðurs. Við annað borðið enduropnaði Magnús Ásgrímsson á 1♠, vestur sagði 2♥ og Þorsteinn Bergsson í norður bauð upp á spaðageim með 3♥. Magnús tók boðinu fagnandi og sagði 4♠. Sagnirnar voru svo sannfærandi að vestur sá ekki ástæðu til að skipta sér af lokasamningnum, sem fór þrjá niður, 150 til AV.
Við hitt borðið enduropnaði suður á 2♠, Svala Pálsdóttir í vestur sagði 3♥ og norður 3♠. Nú var kominn hraður taktur í sagnirnar: Karl G. Karlsson í austur sagði 4♥, suður 4♠ og Svala doblaði fegin. Þrír niður, 500 til AV og 8 impar til ASTRO.