Mosfellsbær hyggst verja aukalega rúmum 100 milljónum króna í forvarnarstarf og aðgerðir fyrir börn og ungmenni á næsta ári. Ákvörðunin kemur í kjölfar mikillar umræðu í tengslum við aukið ofbeldi meðal ungmenna, hnífaburð og fleira
Mosfellsbær hyggst verja aukalega rúmum 100 milljónum króna í forvarnarstarf og aðgerðir fyrir börn og ungmenni á næsta ári. Ákvörðunin kemur í kjölfar mikillar umræðu í tengslum við aukið ofbeldi meðal ungmenna, hnífaburð og fleira. Þetta átaksverkefni var kynnt í gær. 25 milljónir eiga að fara í almennar forvarnir, 42 milljónir í snemmtækan stuðning og 33 milljónir í styrkingu barnaverndar.