NBA Ty-Shon í leik með Phoenix Suns í bandarísku NBA-deildinni.
NBA Ty-Shon í leik með Phoenix Suns í bandarísku NBA-deildinni. — AFP/Garrett Ellwood
Bandaríski körfuboltamaðurinn Ty-Shon Alexander er genginn til liðs við Keflavík. Alexander, sem er 26 ára gamall, er 191 sentimetri á hæð. Hann var í leikmannahópi Phoenix Suns í NBA-deildinni tímabilið 2020-21, en Phoenix fór þá alla leið í…

Bandaríski körfuboltamaðurinn Ty-Shon Alexander er genginn til liðs við Keflavík. Alexander, sem er 26 ára gamall, er 191 sentimetri á hæð. Hann var í leikmannahópi Phoenix Suns í NBA-deildinni tímabilið 2020-21, en Phoenix fór þá alla leið í úrslitaeinvígi deildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Milwaukee Bucks. Keflavík er með sex stig í 6. sæti úrvalsdeildarinnar eftir sex umferðir, fjórum stigum minna en Tindastóll og Stjarnan í efstu sætunum.