Svíþjóð Guðný Árnadóttir er samningsbundin Kristianstad í Svíþjóð.
Svíþjóð Guðný Árnadóttir er samningsbundin Kristianstad í Svíþjóð. — Ljósmynd/Alex Nicodim
Knattspyrnukonan Guðný Árnadóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu þegar liðið mætir Danmörku í vináttulandsleik á Pinatar á Spáni 2. desember. Þetta tilkynnti hún í samtali við fótbolta.net en Guðný, sem er 24 ára gömul, er að glíma við meiðsli

Knattspyrnukonan Guðný Árnadóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu þegar liðið mætir Danmörku í vináttulandsleik á Pinatar á Spáni 2. desember. Þetta tilkynnti hún í samtali við fótbolta.net en Guðný, sem er 24 ára gömul, er að glíma við meiðsli. Guðný á að baki 34 A-landsleiki en Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, mun kynna leikmannahóp sinn fyrir komandi verkefni á morgun, föstudag.