Upphafið Stefán Einar Stefánsson og Benedikt Gíslason fóru yfir málin.
Upphafið Stefán Einar Stefánsson og Benedikt Gíslason fóru yfir málin. — Morgunblaðið/Brynjólfur
Umræðu-, frétta- og viðtalsþættir Dagmála á mbl.is eru nú orðnir 1.000 talsins, eins og fram kemur hér ofar á síðunni. Frá fyrsta degi hafa Dagmál fest sig í sessi sem mikilvægur hluti af umræðunni í íslensku samfélagi

Umræðu-, frétta- og viðtalsþættir Dagmála á mbl.is eru nú orðnir 1.000 talsins, eins og fram kemur hér ofar á síðunni.

Frá fyrsta degi hafa Dagmál fest sig í sessi sem mikilvægur hluti af umræðunni í íslensku samfélagi. Dagmál hófu fyrst göngu sína hinn 26. febrúar árið 2021 og í þeim hefur allar götur síðan verið fjallað um helstu málefni íslensks samfélags ásamt því að setja brýn mál á dagskrá sem teygja anga sína víða.

Fyrsti þáttur Dagmála var í umsjón Stefáns Einars Stefánssonar, þáverandi fréttastjóra viðskipta á Morgunblaðinu og nú stjórnanda Spursmála, sem tók Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka, tali. Þar var efnahagslífið til umræðu og staða bankans rædd í samhengi við tug­millj­arða arðgreiðslur sem þá stóð til að greiða til hluthafa.

Þáttarstjórnendur hafa fengið til sín þúsundir viðmælenda úr ýmsum geirum samfélagsins til að fara yfir það sem efst er á baugi hverju sinni. Viðtölin hafa mörg hver vakið athygli. Hafa áskrifendur Morgunblaðsins fengið að lesa brot úr viðtölum Dagmála sama dag og þau hafa síðan birst á mbl.is.