Tilda Swinton og Julianne Moore.
Tilda Swinton og Julianne Moore.
Nýjasta kvikmynd Pedros Almódóvars, sem ber heitið The Room Next Door og skartar þeim Tildu Swinton og Julianne Moore í aðalhlutverkum, hefur verið tilnefnd sem besta myndin til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2024

Nýjasta kvikmynd Pedros Almódóvars, sem ber heitið The Room Next Door og skartar þeim Tildu Swinton og Julianne Moore í aðalhlutverkum, hefur verið tilnefnd sem besta myndin til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2024. Auk þess er Tilda Swinton tilnefnd sem besta leikkona ársins og Pedro Almodóvar besti leikstjóri ársins. Segir í tilkynningu frá Bíó Paradís að myndin segi frá erfiðu sambandi Mörthu við móður sína sem rofni algjörlega þegar misskilningur rekur þær í sundur en sameiginleg vinkona þeirra Ingrid sér hins vegar báðar hliðar deilunnar.

Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís í dag, fimmtudaginn 14. nóvember, klukkan 18.50 en hún hlaut Gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í ár.