Aldís Arnardóttir
Aldís Arnardóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Samtök listasafna á Íslandi efna til málþings um styrkjaumhverfi listasafna á Íslandi í dag, fimmtudaginn 21. nóvember, kl. 13-17, í fjölnotasal Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Í tilkynningu segir að markmið málþingsins sé að draga fram mynd af…

Samtök listasafna á Íslandi efna til málþings um styrkjaumhverfi listasafna á Íslandi í dag, fimmtudaginn 21. nóvember, kl. 13-17, í fjölnotasal Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Í tilkynningu segir að markmið málþingsins sé að draga fram mynd af þeim innlendu samkeppnissjóðum sem söfnin og helstu samstarfsaðilar þeirra geti sótt í og skoða, með hliðsjón af starfsumhverfinu, helstu skyldur safna og sérstæði einstakra safna en söfnin séu jafn ólík og þau séu mörg. „Skoðað verður hvort og hvernig markmið safnanna fara saman eða skarast á við markmið þeirra sjóða sem sótt er í og rýnt í þá grunnþætti sem oft reynist erfitt að fjármagna.“ Þá mun Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, opna málþingið og Aldís Arnardóttir, formaður Samtaka listasafna á Íslandi, flytja inngangsávarp en málþingsstjóri verður Erling Jóhannesson, fráfarandi formaður BÍL, Bandalags íslenskra listamanna.

Hægt verður að fylgjast með dagskránni í streymi.