— AFP
„Jingle Bell Ball“ er eitt stærsta tónleikakvöld ársins og fer fram í O2-höllinni í London 7. desember næstkomandi. K100 og Tango Travel gefa glöggum hlustendum einstakt tækifæri til að vera hluti af þessari stórkostlegu upplifun þar sem …

„Jingle Bell Ball“ er eitt stærsta tónleikakvöld ársins og fer fram í O2-höllinni í London 7. desember næstkomandi. K100 og Tango Travel gefa glöggum hlustendum einstakt tækifæri til að vera hluti af þessari stórkostlegu upplifun þar sem heimsfrægir listamenn stíga á svið og skapa ógleymanlega stemningu. Á sviðinu koma fram stórstjörnur á borð við Coldplay, Tom Grennan, Ella Henderson og Clean Bandit. Tveir miðar á tónleikana, ásamt flugi og hóteli, lenda í höndum hlustanda sem hringir inn á stöðina, í síma 571-1111, þegar jólabjallan heyrist á K100.