Á vettvangi matvælaráðuneytis hefur nú verið ákveðið að kortleggja gæði ræktarlands á Íslandi. Með kortagerð þessari eiga að verða til upplýsingar sem nýtast við stefnumótun um landnotkun, til að tryggja megi meðal annars fæðuframleiðslu og -öryggi

Á vettvangi matvælaráðuneytis hefur nú verið ákveðið að kortleggja gæði ræktarlands á Íslandi. Með kortagerð þessari eiga að verða til upplýsingar sem nýtast við stefnumótun um landnotkun, til að tryggja megi meðal annars fæðuframleiðslu og -öryggi.

Land verður flokkað í fjóra flokka – en þunginn verður settur í að skilgreina þau svæði sem henta sérstaklega vel til ræktunar fyrir búskap.

Afurð verkefnis þessa verður landupplýsingagrunnur sem sveitarfélög geta nýtt við flokkun á landbúnaðarlandi og stefnumörkun um nýtingu í skipulagsáætlunum í samræmi við lög. Grunnurinn verður í sameiginlegri umsjón Lands og skógar og Skipulagsstofnunar. sbs@mbl.is