Rán Flygenring
Rán Flygenring
Austfirskir bókaunnendur hafa í hartnær 30 ár getað treyst á heimsókn rithöfunda og skálda í skammdeginu, en samvinnuverkefnið Rithöfundalestin á Austurlandi, sem hófst með samstarfi Vopnfirðinga og Seyðfirðinga, hefur undið upp á sig með árunum og nær nú til Héraðs, Norðfjarðar og Djúpavogs

Austfirskir bókaunnendur hafa í hartnær 30 ár getað treyst á heimsókn rithöfunda og skálda í skammdeginu, en samvinnuverkefnið Rithöfundalestin á Austurlandi, sem hófst með samstarfi Vopnfirðinga og Seyðfirðinga, hefur undið upp á sig með árunum og nær nú til Héraðs, Norðfjarðar og Djúpavogs. Á síðustu árum hefur þátttaka austfirskra höfunda í lestinni vaxið, enda eitt af markmiðum hennar að stofna til kynna milli höfunda af höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðarskálda. Í tilkynningu kemur fram að í ár stígi fjórir höfundar um borð í lestina sem bruni dagana 21.-24. nóvember, en það eru þau Brynja Hjálmsdóttir, Rán Flygenring, Jón Knútur Ásmundsson og Hrafnkell Lárusson. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um stað og stund lestranna má finna á east.is/is/upplifun/vidburdir-a-austurlandi/rithofundalestur-2025.